15.6.2008 | 18:32
Nú sit ég í góða veðrinu fyrir austan og engan djass hér!
Ég sit hér á svölunum heima hjá mér og hlusta á tónlist. Ekki á Larry Carlton eða Beady Belle eins og venjulega heldur á screaming metal frá hljómsveit sem er að æfa hér rétt hjá. Þessir sveppir eru væntanlega að æfa fyrir Eistnaflugið og eru bara að verða nokkuð þéttir! Ég hef nú verið eitthvað viðloðandi þetta merkilega metal festival amk tvisvar og þó að þessi tónlist sé svona frekar langt frá þungarokkinu sem ég hlustaði á og spilaði á sínum tíma þá hafði ég gaman að því að vera á Eistnafluginu. Þetta eru mjög trúir hlustendur og mæta á tónleika sama hvað ..... vá nú sleit söngvarinn eitthvað!!!? Þeir eru hættir.
Djassinn hefur svipað orð á sér og þungarokk. Sumum finnst þetta hljóma eins og þvottavél að vinda og rokkið vera fyrir villinga og djassinn fyrir hámenntaða spekulanta og spreng-lærða tónlistarmenn. Að sjálfsögðu er til leiðinlegur djass og leiðinlegt rokk. Það er meira að segja til ekkert mjög svo gott súkkulaði! (Þeir eru byrjaðir aftur) Stundum færast menn á milli þessara tónlistarstefna og hér er gott dæmi: Gamli Testament gítarleikarinn Alex Skolnick færði sig yfir í djassinn og gaf út plötu með gömlum þekktum rokk standördum í djassútsettningum. Þekkið þið lagið?
Um bloggið
Jazzhátið Egilsstaða á Austurlandi 25-28 júní 2008.
Tenglar
Mínir tenglar
- Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi Skemmtilegasta og elsta jazzhátíð landsins
- Larry Carlton Einn sá besti á gítarinn.
- Larry Carlton TV Frábær síða, sjáuð Larry í action.
- Beady Belle Frábær Norsk hljómsveit
- Laurie Wheeler Dásamleg söngkona
Bara skemmtileg tónlist
Bloggvinir
- saxi
- gummigisla
- austfjord
- begga
- braxi
- ellasprella
- gellarinn
- hallibjarna
- heidathord
- helgadora
- palmig
- hugs
- jakobsmagg
- jensgud
- johannbj
- jonaa
- kristinast
- mrsblues
- rannug
- stebbifr
- tinnabessa
- vefritid
- gthg
- th
- ottarfelix
- juliusvalsson
- olllifsinsgaedi
- ktomm
- andreaolafs
- pelli
- gattin
- bryndisisfold
- brandarar
- immug
- gunnurr
- hproppe
- jahernamig
- kristinnagnar
- sax
- omarragnarsson
- siggileelewis
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
War pig, Black Sabbath? Stemmir það?
viðar (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 09:48
Já Sabbath var það Viðar. Það vantar nú kannski smá pung í þetta hjá þeim er það ekki?
JEA, 18.6.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.