7.6.2008 | 10:31
Engin hátíð eins og JEA!!!
Þegar maður er að skipuleggja svona hátíð þá skoðar maður að sjálfsögðu aðrar hátíðir sem flestar eru stærri og eiga auðveldara með að fá til sín stór númer sökum staðsettningar. Ég hef þó tekið eftir því að mjög margir sem við höfum samband við eru áhugasamir um að koma enda höfum við uppá að bjóða það sem engin hátíð í heiminum hefur uppá að bjóða en það er þessi frábæra náttúra okkar. Einnig höfum við frábæra staði sem eru jú manngerðir(tónlistin er það nú líka) eins og þann sem opnunarhátíðin fer fram í.
Aðkomugöng stöðvarhúss Fjótsdalsvirkjunnar er staðurinn og þar verður flutt glænýtt dans- og tónverk eftir Einar Braga(tónlist) og Irmu Gunnarsdóttur(dans) djúpt inni í risastóru fjalli! Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona nokkuð hefur aldrei verið gert á jazzhátíð nokkurstaðar í heiminum. Ég veit að það er hættulegt að koma með svona fullyrðingar en laggó eins og skipstjórarnir segja. Tónlistarhátíðir heimsins fara nefnilega fram í risastórum leikvöngum og í miðjum stórborgum og litlum bæjum að sjálfsögðu og í litlum húsum en ég hef ekki rekist á svona nokkuð. Látið mig vita ef þið vitið af einhverju sambærilegu!
Draumar/Dreams heitir verkið og samnefndur diskur kom út í vikunni með tónlistinni úr verkinu ásamt nokkrum auka lögum eftir Einar Braga. Á disknum leika margir frábærir tónlistarmenn auk Einars Braga eins og Gulli Briem, Jói Ásmunds, Óli Scheving og tveir kunningjar okkar frá Noregi ásamt fleirum. Dansararnir sem munu dansa þetta verk hafa unnið hörðum höndum að því að fullkomna danshluta verksins og þegar ég sá æfingu í aðkomugöngunum fyrir nokkrum vikum þá áttaði ég mig fyrst á því hversu magnaður viðburður þetta verður!
Um bloggið
Jazzhátið Egilsstaða á Austurlandi 25-28 júní 2008.
Tenglar
Mínir tenglar
- Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi Skemmtilegasta og elsta jazzhátíð landsins
- Larry Carlton Einn sá besti á gítarinn.
- Larry Carlton TV Frábær síða, sjáuð Larry í action.
- Beady Belle Frábær Norsk hljómsveit
- Laurie Wheeler Dásamleg söngkona
Bara skemmtileg tónlist
Bloggvinir
- saxi
- gummigisla
- austfjord
- begga
- braxi
- ellasprella
- gellarinn
- hallibjarna
- heidathord
- helgadora
- palmig
- hugs
- jakobsmagg
- jensgud
- johannbj
- jonaa
- kristinast
- mrsblues
- rannug
- stebbifr
- tinnabessa
- vefritid
- gthg
- th
- ottarfelix
- juliusvalsson
- olllifsinsgaedi
- ktomm
- andreaolafs
- pelli
- gattin
- bryndisisfold
- brandarar
- immug
- gunnurr
- hproppe
- jahernamig
- kristinnagnar
- sax
- omarragnarsson
- siggileelewis
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnað, ég mæti.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 8.6.2008 kl. 18:33
það mæta allir viti bornir menn
Einar Bragi Bragason., 9.6.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.