Fćrsluflokkur: Tónlist

Ţessi listi er nú bara ekkert verri!!

Ţetta er bara fáránlegt!  Hver ćtlar ađ sitja heima?  Ekki ég!

 Ţetta er af síđu hljómborđsleikarans í bandinu sem viđ sjáum međ Larry Carlton í Valaskjálf 26 júní nćstkomandi!

Donna Summer;)

http://www.gregmathieson.com/discography.html


Larry Carlton hefur spilađ međ öllum!

Listinn er endalaus og ţađ eru ekki margir tónlistarmenn sem hafa annan eins feril.  Tónlistinn sem hann spilar er ótrúlega fjölbreitt hefur hann leikiđ inná lög međ Michael Jackson, inná plötur međ Joni Michell, Paul Anka og Steely Dan.  Tónleika međ Sting og öllum hinum svo ég verđi ekki of langorđur.  Hér eru tvö myndbönd ţar sem fjölbreytni Larrys skín í gegn.  Annađ er inn gamalgróni standard Misty sem viđ höfum nú flestir spilađ sem spilum á annađ borđ.  Ţar er hann á sviđi međ einum frábćrum gítarleikaranum í viđbót, Tal Farlow, en hann var alveg ótrúlegur spilari og heiđur bara ađ fá ađ hlutsta á hann hvađ ţá spila međ honum!  Og hitt međ Steve Lukather gítarleikara Toto en ţeir Toto menn og Larry unnu mikiđ saman á áttunda áratugnum.  

Ímyndiđ ykkur.... Larry Cartlon, bara á Austurlandi!!!!

 

www.jea.is


Ţegar ţiđ eruđ búnir ađ nota ţá í leikhúsinu....

ţá mega áhorfendur koma međ stólana međ sér á opnunarhátíđ JEA. Okkur gćti vantađ stóla í göngin ţegar Draumar verđa fluttir.  Hvađ eru Draumar?  Daumar er nýtt dans og tónverk sem verđur frumflutt á opnunarhátíđ JEA á bóla kafi í fjalli!  Einar Bragi samdi tónlistina og Irma Gunnarsdóttir dansinn.  Gulli Briem, Óli Schram, Jói Ásmunds og fleiri sjá um ađ flytja tónlistina fyrir ţig og dansararnir eru Guđrún Óskars, Katla Ţórarinsdóttir, Inga Maren og Ţórdís Schram.  

Ef ţú vilt sjá eitthvađ alveg einstakt vertu ţá viđ ađgöng stöđvarhúss Fljótsdalsvirkjunnar miđvikudaginn 25 júní kl 20:30.  Ţessi stađur er rétt hjá Skriđuklaustri.

 

 Hér verđa Draumar.  Ljósin í göngunum verđa slökkt og viđ ráđum lýsingunni!

Draumar: Ljósin verđa slökt og ţađ verđur alvöru lýsing


mbl.is Leikhúsiđ stólar á áhorfendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er bara skemmtileg tónlist á JEA!

Og hana nú! Ţađ skiptir öllu máli ađ allir geti komiđ á hátíđina og fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfi. Hátíđin okkar er ekkert risa stór en á henni finnur ţú tónlist sem ţú fílar.

Draumar bjóđa ţér í dans og nýja íslenska(austfirska) tónlist, Larry Carlton hefur leikiđ međ öllum og verđa tónleikar hans mjög fjölbreyttir. Međ Larry er svo djass-söngkonan Laurie Wheeler (hlustađu á hana í spilaranum til hliđar). Bláir Skuggar er blues-megin í djassinum, frábćrir spilarar! Svo fáum viđ Beady Belle sem er stórkostleg hljómsveit sem spilar bland af flestum tegundum tónlistar svei mér ţá.

En viđ endum hátíđina á BLOODGROUP! Og er hćgt ađ enda miklu betur? Austfirsk hljómsveit sem er ađ gera frábćra hluti hér heima og erlendis og kemur hvergi nćrri djassi! Eins og flest ykkar vita ţá spila ţau rafrćna danstónlist. Ţau fluttu til Berlínar nú fyrir stuttu til ađ taka upp nýja plötu og koma sér betur á framfćri og ţađ er frábćrt ađ ţau geri sér ferđ á heimaslóđir til ađ hrista svolítiđ upp í okkur djassgeggurunum(svona, viđ erum öll djassgeggjarar).

www.jea.is

 


Ţessi missir ţá af hátíđinni!

Ţađ er nú bara frábćrt ađ ţeir skuli bösta ţessa sveppi en leiđinlegt fyrir ţá ađ missa af JEA. Á fösturdagskvöldiđ 27 júní verđum viđ nefnilega í Neskaupstađ. Ţar verđum viđ í Blúskjallaranum en fyrir ţá sem ekki vita hvađ ţađ er ţá er ţađ húsnćđi BRJÁN (Blús-Rokk og Jazzklúbburinn á Nesi) sem er tónlistarfélag. Ţetta hús innréttuđu tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn fyrir 10 árum eđa svo undir ćfingar og starfsemi klúbbsinns. Bláir Skuggar verđa í kjallaranum og er ţetta ekta stađur fyrir ţá ađ spila á.  Ţetta verđur svona alvöru klúbbastemning sem er ekki til á landinu nema í Blúskjallaranum!!!  Bláa Skugga skipa nokkrir af okkar bestu spilurum og leika ţeir jazzćttađan blús.  Venni Linnet sagđi um eina af ţeirra tónleikum í Morgunblađinu "GEGGAĐ STUĐ" og ţví lofum viđ!  Hvernig getur ţetta orđiđ betra?  GEGGJAĐ STUĐ á GEGGJUĐUM stađ á GEGGJAĐRI JAZZHÁTÍĐ!

  

Bláir Skuggar

 www.jea.is

 

 


mbl.is Mikiđ magn fíkniefna í Norrćnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónleikar Jazzhátíđar í uppnámi!!!???

Sko ef ađ tónleikar eru auglýstir á ákveđnum tíma og klukkunni svo breytt ţá getur allt fariđ í mess!  Ţá verđa tónleikagestir of seinir á Seyđisfjörđ ţegar Beady Belle og Bloodgroup spila.  Ţađ er spurning hvort ađ viđ ćttum ađ auglýsa nýjan tíma á ţessa tónleika.  En viđ höldum okkur bara viđ 21:00 laugardaginn 28 júní ađ íslenskum tíma ţangađ til ađ Seyđfirđingar ákveđa annađ.   Annars er ţetta stórkostleg hugmynd hjá Seyđfirđingum.  Ţetta hefur amk veriđ á hvers manns vörum.

 

 Beady Belle 

bb_2008_2

 

 

 


Tina Turner, Steely Dan, Christina Aguilara, Faith Hill, Dolly Parton....

Ég gćti haldiđ áfram endalaust en ţetta eru örfáir af ţeim sem Larry Carlton og međlimir hljómsveitar hans hafa leikiđ međ. Listi ţeirra sem ţessir snillingar hafa unniđ međ er endalaus og er ekki hćgt ađ segja ađ reynsluleysi hrjái ţá mikiđ. Ég lćt fylgja nokkrar línur af jea.is um Larry Carlton:

Ţađ er stórkostlegt ađ ţessi lifandi gođsögn komi til okkar á 20 ára afmćli JEA. Larry er gríđarlega virtur gítarleikari bćđi fyrir sína eigin tónlist og vinnu hans fyrir ýmsa heimsţekkta tónlistamenn svo sem Sammy Davis, Jr., Herb Alpert, Quincy Jones, Paul Anka, Donald Fagen, Michael Jackson, John Lennon, Jerry Garcia, Dolly Parton, Billy Joel, Joni Mitchell, Lee Ritenour, Steve Lukather út Toto og svo mćtti lengi telja. Einnig hefur hann gert garđinn frćgan međ hljómsveitunum The Crusaders, Fourplay, Stanley Clark and friends og síđast en ekki síst Steely Dan en hann var lykil mađur í nokkrum af ţeirra bestu plötum. Gítar sóló Larrys í laginu Kid Charlemagne međ Steely Dan var valiđ ţriđja besta gítarsóló allra tíma af Rolling Stone tímaritinu. Hann hefur leikiđ međ öllum bestu tónlistarmönnum síđustu áratugina nú síđast međ Sting á tónleikum í New York. Larry Carlton hefur einnig hlotiđ 3 grammy verđlaun fyrir verk sín og veriđ tilnefndur amk 10 sinnum. Larry Carlton varđ 60 ára á dögunum og verđur ţađ ekkert annađ en stórkostlegt ađ fá ađ sjá hann í návígi í Valaskjálf fimmtudagskvöldiđ 26 júní!

 

 

www.jea.is

 

 


Engin hátíđ eins og JEA!!!

Ţegar mađur er ađ skipuleggja svona hátíđ ţá skođar mađur ađ sjálfsögđu ađrar hátíđir sem flestar eru stćrri og eiga auđveldara međ ađ fá til sín stór númer sökum stađsettningar.  Ég hef ţó tekiđ eftir ţví ađ mjög margir sem viđ höfum samband viđ eru áhugasamir um ađ koma enda höfum viđ uppá ađ bjóđa ţađ sem engin hátíđ í heiminum hefur uppá ađ bjóđa en ţađ er ţessi frábćra náttúra okkar.  Einnig höfum viđ frábćra stađi sem eru jú manngerđir(tónlistin er ţađ nú líka) eins og ţann sem opnunarhátíđin fer fram í. 

Ađkomugöng stöđvarhúss Fjótsdalsvirkjunnar er stađurinn og ţar verđur flutt glćnýtt dans- og tónverk eftir Einar Braga(tónlist) og Irmu Gunnarsdóttur(dans) djúpt inni í risastóru fjalli!  Ég ćtla ađ leyfa mér ađ fullyrđa ađ svona nokkuđ hefur aldrei veriđ gert á jazzhátíđ nokkurstađar í heiminum.   Ég veit ađ ţađ er hćttulegt ađ koma međ svona fullyrđingar en laggó eins og skipstjórarnir segja.  Tónlistarhátíđir heimsins fara nefnilega fram í risastórum leikvöngum og í miđjum stórborgum og litlum bćjum ađ sjálfsögđu og í litlum húsum en ég hef ekki rekist á svona nokkuđ.  Látiđ mig vita ef ţiđ vitiđ af einhverju sambćrilegu! 

Draumar/Dreams heitir verkiđ og samnefndur diskur kom út í vikunni međ tónlistinni úr verkinu ásamt nokkrum auka lögum eftir Einar Braga.  Á disknum leika margir frábćrir tónlistarmenn auk Einars Braga eins og Gulli Briem, Jói Ásmunds, Óli Scheving og tveir kunningjar okkar frá Noregi ásamt fleirum.  Dansararnir sem munu dansa ţetta verk hafa unniđ hörđum höndum ađ ţví ađ fullkomna danshluta verksins og ţegar ég sá ćfingu í ađkomugöngunum fyrir nokkrum vikum ţá áttađi ég mig fyrst á ţví hversu magnađur viđburđur ţetta verđur!

www.jea.is

 


Beady Belle á JEA og Björk og Sigurrós í Grasagarđinum.

Hmm já ţetta gerist á sama deginum 28 júní 2008. Ţegar ég sá Beady Belle á Sortland Jazzweekend 2005 ţá hefur tekiđ sig upp sćluhrollur reglulega.  Hún sannar ađ djass getur sko veriđ skemmtilegur.  Ég hafđi aldrei heyrt um Beady Belle ţegar ég sá hana ţar og strax frá fyrsta tóni gapti ég og tárađist, hló og gólađi.  Allt sem alvöru tónlist á ađ kalla fram í manni ţegar mađur er á tónleikum.  Fólkiđ í salnum iđađi og dansađi allan tímann og ég vissi ađ hún yrđi ađ koma og spila á Jazzhátiđ Egilsstađa á Austurlandi (JEA).  Alveg síđan ţá höfum viđ veriđ í sambandi viđ hana og nú er komiđ ađ ţví ađ sjá Beady Belle á JEA.  Hún verđur í Herđubreiđ á Seyđisfirđi 28 júní. 

Hér er örlítiđ sýnishorn af ţví sem koma skal:

 

www.jea.is   


Djass er eitthvađ svo leiđinlegur...

Jazzhátíđ Egilsstađa á Austurlandi skráir sig til leiks!  Hér munt ţú geta lesiđ um ţađ sem á dagna drífur nú ţegar 20 dagar eru ţangađ til hátíđin hefst.  Fyrsta Jazzhátíđ landsins var haldin 23.júní 1988 og sá Árni Ísleifs um ađ koma ţessu öllu heim og saman.  Árni hélt hátíđinni gangandi í heil 18 skipti og hćtti ekki fyrr en 2005 og gerđi ţađ međ glćsibrag.  Margir stórkostlegir tónleikar hafa hljómađ um Austurlandiđ ţessi 20 ár og má ţar nefna Svend Asmussen, Paul Weeden, Finn Ziegler, James Carter, úff hann var svakalegur og flestir íslenskir tónlistarmenn sem koma nálćgt djasstónlist hafa leikiđ á hátíđinni.  

Ţađ eru margir sem segja ađ djass sé svo leiđinlegur og vissulega er til leiđinleg tónlist sem flokka má undir djass.  En hana er ekki ađ finna á JEA!  Ţađ er bara skemmtileg tónlist á Jazzhátíđ Egilsstađa á Austurlandi.  Ţađ er nú ekki leiđinlegt er ţađ?

Í fyrra kom James Carter til okkar međ Rioti Dóra Braga.  Ég veit ađ margir harđir djassarar fussuđu yfir ţví ađ ekki vćru alvöru djassistar ađ spila međ ţessum snillingi (Bjössi Thor og Jón Rafns eru undanskildir, held ég) .  Hvernig sem á ţađ er litiđ ţá voru ţessir tónleikar frábćrir og ekki síst skemmtilegir.  Og ţađ er ţađ sem skiptir öllu máli á JEA.  Ţeir sem sögđu ađ djass vćri leiđinlegur gerđu ţađ nefnilega ekki eftir ţessa tónleika og mćta örugglega á hátíđina í ár.

Talandi um hátíđina í ár!  LARRY CARLTON!!!

  

 

   

Kíktu á www.jea.is  til ađ frćđast meira um hátíđina.  Svo skrifa ég nú eitthvađ meira fljótlega.


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Jazzhátið Egilsstaða á Austurlandi 25-28 júní 2008.

Höfundur

JEA
JEA
Elsta jazzhátíð Íslands og er 20. ára í ár. Á hátíðinni er líka bara skemmtileg tónlist!

Nýjustu myndböndin

Beady Belle Loose and Win

Bara skemmtileg tónlist

Beady Belle ásamt India.Arie - Self-Fulfilling

Nýjustu myndir

  • 2509 JEA
  • picture 8 537524
  • Bloodgroup1
  • Bloodgroup
  • Laurie Wheeler
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband