20 ára á morgun 23 júní!!!

Já það var 23 júní 1988 sem fyrsti tónnin var slegin og Jón Múli veitti hátíðinni brautargengi svo við séum nú svolítið formleg.  Árni Ísleifs var eins og þú veist sá sem dreif hátíðina áfram og að sjálfsögðu mætir hann í ár til að njóta frábærrar tónlistar.  Það er eiginlega ekki hægt að telja í ef Árni er ekki á svæðinu. 

Það styttist og styttist í hátíðina og þrístingurinn er farin að hækka.  Irma og dansararnir mæta á svæðið í fyrramálið til æfinga og við ætlum að kynna hátíðina svolítið fyrir starfsfólki Alcoa á sjálfan afmælisdaginn.  Ég er farin að hlakka ótrúlega mikið til og ég er enn að reyna að fatta það að sjálfur Larry Carlton sé á leiðinni til að spila á JEA.  Ég er einmitt með dvd með honum og Steve Lukather í gangi hjá mér.  Þetta verður ekkert smá gaman!!!  Svo hef ég verið með Bláa skugga og Beady Belle í bílnum hjá mér og Bloodgroup verið í stofugræjunum.  Við erum svo að skipuleggja eftirpartí í Herðubreið eftri tónleika Beady Belle og Bloodgroup.  Svo eru Draumar nátturlega í því að við ætlum nú að fá að vera með í þeim fluttningi.  Ég vona svo sannarlega að þú missir ekki af neinu og mætir á alla tónleika hátíðarinnar þó svo að vegalengdirnar séu nokkrar.  Það er mikilvægt fyrir þig því þú verður lífsglaðari og brosmildari á eftir og fyrri hátíðina svo hún geti haldið áfram að vaxa og dafna.  Við erum byrjuð að litast um eftir næstu stórstjörnu og listin er góður trúðu mér:)!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Hlakka bara til á miðvikudaginn, já og vonandi á laugardaginn- ef heilsufarið segir "já takk" við endurteknu djammi!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Man eftir þeirri fyrstu, tók viðtal við Múlann áður en hátíðin var sett. Blessið sé minning hans. - Kemur Árni ekki austur til að telja í? 

Haraldur Bjarnason, 24.6.2008 kl. 01:36

3 Smámynd: JEA

Árni er að sjálfsögðu mættur enda verður hann að telja í .... 18 ára reynsla að baki!

JEA, 26.6.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jazzhátið Egilsstaða á Austurlandi 25-28 júní 2008.

Höfundur

JEA
JEA
Elsta jazzhátíð Íslands og er 20. ára í ár. Á hátíðinni er líka bara skemmtileg tónlist!

Nýjustu myndböndin

Beady Belle Loose and Win

Bara skemmtileg tónlist

Beady Belle ásamt India.Arie - Self-Fulfilling

Nýjustu myndir

  • 2509 JEA
  • picture 8 537524
  • Bloodgroup1
  • Bloodgroup
  • Laurie Wheeler
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 32358

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband